Ásmundur Einar skoðaði nýjar almennar leiguíbúðir

Frá heimsókn ráðherra í Laugatúnið á Sauðárkróki. MYND AF FB-SÍÐU ÁED
Frá heimsókn ráðherra í Laugatúnið á Sauðárkróki. MYND AF FB-SÍÐU ÁED

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, heimsótti Norðurland vestra í lok maí og skoðaði meðal annars við það tækifæri framkvæmdir við nýjar almennar leiguíbúðir á Blönduósi og á Sauðárkróki.

Á Blönduósi var verið að byggja fimm íbúðir en á Króknum er verið að taka í notkun átta almennar leiguíbúðir í tveimur húsum við Laugatún á vegum Skagfirskra leiguíbúða hses, fjórar þeirra eru þegar tilbúnar og búið að afhenda leigjendum. Eru þessar íbúðir liður í uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni sem Ásmundur Einar hefur unnið að í sinni ráðherratíð.

Á Facebook-síðu sinni segir Ásmundur Einar: „Það hefur lengi farið í taugarnar á mér hvernig landsbyggðin hefur setið eftir þegar kemur að uppbyggingu í húsnæðismálum. Eitt af markmiðum mínum sem ráðherra húsnæðismála hefur verið að breyta þessu.“ 

„Markmið Skagfirskra leiguíbúða hses. er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga, sem eru undir tekju- og eignamörkum skv. 10. gr. laga um almennar leiguíbúðir við upphaf leigu. Þannig er verið að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda eða að jafnaði ekki umfram fjórðung tekna,“ segir í frétt á Skagafjörður.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir