Aukning tjaldgesta í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
19.10.2011
kl. 11.01
Rekstur tjaldsvæða Svf. Skagafjarðar svæðanna gekk í heildina vel í sumar eftir því sem kom fram á fundi atvinnu- og ferðamálanefndar fyrir skömmu. Aukning var í gestafjölda þrátt fyrir að sumarið hafi ekki verið hagstætt veðurfarslega.
Nýir rekstraraðilar, Halldór Gunnlaugsson og Hildur Þóra Magnúsdóttir, tóku að sér rekstur tjaldsvæðanna sl. vor, með samningi til næstu fimm ára.