Axel Kárason með Tindastóli næsta vetur
Á heimasíðu Tindastóls segir frá því að körfuknattleiksmaðurinn Axel Kárason ætli að spila með Iceland Express deildarliði Tindastóls næsta vetur. Um mikinn liðsstyrk er að ræða fyrir TIndastól en Axel lék fimm leiki með liðinu á síðasta tímabili í námsleyfi sínu, en hann stundaði nám í dýralækningum í Ungverjalandi síðasta vetur.