Baráttukonurnar Helga og Bóthildur menn ársins
Lesendur Feykis og Feykis.is hafa valið baráttukonurnar Helgu Sigurbjörnsdóttur á Sauðárkróki og Bóthildi Halldórsdóttur á Blönduósi menn ársins 2010 á Norðurlandi vestra.
Þær Bóthildur og Helga hafa hvort á sínu svæði verið í forsvari hópi fólks sem barist hefur gegn niðurskurði ríkisvaldsins á heilbrigðisstofnununum á Blönduósi annars vegar og Sauðárkróki hins vegar. Baráttukonurnar okkar eru sammála um að þær muni láta rödd sína heyrast svo lengi sem þess er þörf. Nánari umfjöllun um þær Bóthildi og Helgu í Feyki sem kemur út í dag.