Bílvelta í morgun launhált á vegum
Bílvelta varð á Sauðárkróksbraut í morgun en að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki er mikil hálka á vegum. Að sögn lögreglu má vara sig þegar verið hefur kalt lengi og frost í jörðu því þá sé hætt við að myndist ísing á vegum um leið og hitastigið fer að nálgast núll gráðurnar.
Má líkja aðstæðum þeim sem eru nú á vegum úti við aðstæðurnar sem mynduðustu haustið 2009 en þá var óvenju mikið um bílveltur og útafakstur í Skagafirði.
Ökumaður bílsins var einn á ferð og slapp án meiðsla en bíllinn er töluvert skemmdur. Hvað helgina varðar var hún að sögn lögreglu óvenju róleg.