Bókamarkaður í Safnahúsinu
Bókamarkaður Héraðsbókasafnsins opnaði í Safnahúsinu í gær, föstudaginn 1. mars, og verður opinn alla daga frá kl. 13-17, einnig um helgar, til föstudagsins 15. mars.
Þar má finna úrval af bókum, ódýrum, skemmtilegum, þykkum, þunnum, léttum, þungum, spennandi o.s.frv., samkvæmt auglýsingu í nýjasta eintaki Sjónhornsins.
Upplýsingar í síma 453 5424.
