Brúðubíllinn á Króknum
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
09.08.2013
kl. 15.43
Brúðubíllinn kemur við á Sauðárkróki nk. sunnudag, þann 11. ágúst, kl. 14:00. Að þessu sinni verður flutt verkið Hókus-Pókus.
Sýningin sem tekur liðlega 30 mínútur fer fram við tjaldstæðið undir Nöfunum norðan sundlaugar.
Allir velkomnir. Skagafjörður.is segir frá þessu.
