Brýrnar hreinsaðar

Allar brýr í Skagafirði fá nú smá upplyftingu og hreinsun en tvær starfsstúlkur Vegagerðarinnar hafa haft þann starfa síðustu dagana. Er aðallega verið að moka burtu ryki og smásteinum sem hafa safnast fyrir.

Sandra Hilmarsdóttir og Steinunn Ósk Guðmundsdóttir

Þær Sandra Himarsdóttir og Steinunn Ósk Guðmundsdóttir nutu útiverunnar í blíðunni í morgun á brúnni yfir Austari Héraðsvötn og voru óbangnar þrátt fyrir að brúin sé einbreið og þröngt getur verið þegar stórir bílar aka yfir.

Fleiri fréttir