Donni á ný til liðs við Tindastól
Sagt er frá því á heimasíðu Tindastóls að Halldór Jón Sigurðsson ( Donni ) er á leiðinni til Tindastóls að nýju eftir að hafa verið í herbúðum ÍA í sumar. Donni er nú þegar orðinn löglegur með liði Tindastóls.
Donni á marga leiki með liði Tindastóls og þekkir hér alla króka og kima. Næsti leikur Tindastóls er nú á laugardaginn þegar lið Gróttu kemur í heimsókn í fyrsta leik síðari umferðar í 2. deild. Fyrri leikur liðanna endaði með markalausu jafntefli.
/sk.com