Drasltónleikar í kvöld

Drasltónleikar Tónlistarklúbbs Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra verða haldnir í kvöld á sal skólans. Eftir því sem næst verður komist verður fjöldi atriða og ýmsar tónlistarstefnur á dagskrá.

 

Drasltónleikar þýðir að það verður mikið um að vera og margir sem koma fram og þetta verður tóm gleði, sagði viðmælandi Feykis um komandi tónleika og tók fram að frítt væri inn og því engin afsökun að mæta ekki. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Fleiri fréttir