Draumaraddir af stað á nýju ári
Stúlknakór Norðurlands vestra er að taka til starfa aftur núna í janúar 2011. Allar stúlkur sem tekið hafa þátt í verkefnum Draumaraddana eru velkomnar aftur, einnig eru nýjar stúlkur 12-16 ára velkomnar.
- Áhugasömum stúlkum er bent á að hafa samband við viðkomandi á sínu svæði:
- • Hvammstanga, uppl. og skráning hjá Elínborgu, sími 864-2137. Æfingar verða eftir skóla á þriðjudögum.
- • Blönduós og Skagaströnd, uppl. og skráning hjá Skarphéðni/Kristínu, sími 452-4180. Æfingaplan kemur síðar.
- • Sauðárkróki, uppl. og skráning hjá Alexöndru, sími 894-5254. Æfingar á fimmtudögum kl. 16:00.
Stúlkur sem hafa verið í kórnum þurfa að staðfesta þátttöku.
Fyrirhugað er að setja upp óperuna og söngleikinn “Phantom of the opera / Óperudraugurinn” og koma Draumaraddirnar til með að taka þátt í því verkefni. Frumsýning 1. maí.
Frekari upplýsingar um verkefnið er að finna á www.dreamvoices.is og hjá Alexöndru í síma 894-5254.