Ef þú hefðir öll völd á Norðurlandi vestra og gætir haft úrslitaáhrif á framtíð atvinnulífs á svæðinu, hvað myndir þú gera?

Nú stendur yfir mótun nýrrar sóknaráætlunar Norðurlands vestra þar sem mörkuð verður stefna fyrir landshlutann til næstu fjögurra ára. Samhliða þeirri vinnu er unnið að sviðsmyndagreiningu fyrir atvinnulíf landshlutans til lengri tíma. Samið var við KPMG um framkvæmd vinnunnar.

Unnur Valborg Hilmarsdóttir, framkvæmdastjóri SSNV, segir að í tengslum við þessa vinnu  hafi verið sett upp stutt netkönnun þar sem íbúum og öðrum áhugasömum gefst tækifæri til að koma sínum sjónarmiðum á framfæri varðandi atvinnulíf í landshlutanum. Niðurstaða könnunarinnar verður innlegg í vinnuna við mótun Sóknaráætlunar Norðurlands vestra.

Könnunin er opin öllum íbúum á Norðurlandi vestra og öðrum áhugasömum og verður hægt að svara til og með 17. júní. Aðeins tekur nokkrar mínútur að svara könnuninni. Svör eru ekki rekjanleg og koma ekki inn á borð SSNV nema í formi samantektar þar sem úrvinnslan fer alfarið fram hjá KPMG.

„Í vinnu við gerð nýrrar sóknaráætlunar er mikil áhersla lögð á samráð við íbúa. Haldnir verða opnir vinnufundir í lok ágúst og byrjun september auk þess sem áætlunin sjálf fer í umsagnarferli á heimasíðu samtakanna með haustinu. Dagsetningar funda og fyrirkomulag samráðs verður auglýst rækilega þegar þar að kemur,“ segir Unnur Valborg.

Slóð inn á könnunina er HÉR 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir