Endurskoðun á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Úr Skagafirði. Mynd:FE
Úr Skagafirði. Mynd:FE

Undirbúningur að endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar, búsetu- og byggðarþróun sveitarfélagsins er hafinn. Í tengslum við vinnu að skipulaginu er leitað er til sérfræðinga, hagaðila og almennings til að ræða áherslur og framtíðarsýn að því er segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Í tilefni endurskoðunarinnar boðar skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Skagarjarðar til opins fundar um helstu áherslur við mótun aðalskipulagstillögu fyrir sveitarfélagið næstu tólf árin í það minnsta. Á fundinum verða formaður skipulags- og byggingarnefndar, sveitarstjóri, sérfræðingar frá Byggðastofnun og formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga með framsögur og að þeim loknum verða umræður og vinnustofur.

Fundurinn verður haldinn í Húsi frítímans fimmtudaginn 10. október nk. klukkan 17:00-19:00.

Íbúar og hagaðilar eru hvattir til þátttöku til að móta áherslur og framtíðarsýn á aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Dagskrá fundarins hljóðar svo:

Klukkan 17:00
Vinna við endurskoðun aðalskipulags. - Einar Einarsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar.
Íúaþróun og þörf á nýjum íbúðum. - Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri.
Atvinnuþróun í sveitarfélaginu, staða og tækifæri. - Eva Pandora Baldursdóttir og Sigurður Árnason sérfræðingar frá Byggðastofnun.
Staða landbúnaðar, horfur og tækifæri. - Guðrún Lárusdóttir, formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga.

Klukkan 17:50
Umræður og vinnustofur. - Umræður um stöðu, áherslur og framtíðarsýn í atvinnumálum, landbúnaði og íbúaþróun.

Klukkan 18:50
Samantekt fundar.

Klukkan 19:00
Fundarlok.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir