Engin miskun hjá Karli þjálfara
Úrvaldsdeildarlið Tindastóls í körfubolta mætti á sína fyrstu útihlaupaæfingu í morgun kl. 6 stundvíslega. Strákarnir stefna á að mæta til leiks í október í toppformi og ætla því að mæta á hlaupabrautina þrjá morgna í viku næstu átta vikurnar.
Það voru 11 hörkutól sem mættu á hlaupaæfingu meistaraflokks kl. 6 í morgun. Var þetta fyrsta æfingin af þessu tagi.
Veðrið var gott, smá rigning og logn og hið ákjósanlegasta hlaupaveður.
Ákveðið hefur verið að leyfa áhugasömum stuðningsmönnum að koma og horfa á útihlaupin á morgnana og jafnvel fá að taka þátt í þeim sér að kostnaðarlausu