Enn hægt að fá happdrættismiða
Happdrætti til stuðnings Þuríði Hörpu er á síðustu metrunum en dregið verður úr seldum miðum á morgun.
Alls voru gefnir út 1000 miðar og verður dregið úr seldum miðum hjá Sýslumanni á morgun. Þeir sem eiga eftir að tryggja sér miða hafa möguleika til kl. 10 í fyrramálið. Miðarnir eru til sölu í afgreiðslu Nýprents, Topphestum, Versluninni Eyri og á Hótel Varmahlíð.
Einnig er hægt að hafa samband við Guðnýju í síma 8982597.
Vinningarnir eru góðir og gagnlegir en stærsti vinningurinn er að geta hjálpað Þuríði Hörpu í hennar baráttu.
Vinningaskrána er hægt að nálgast HÉR