Er botninum náð, vísnavinir góðir?

Það styttist í Sæluviku Skagfirðinga og því rétt að minna á Vísnakeppni Safnahússins sem sagt var frá fyrr í mánuðinum hér í Feyki. Vísur og botnar verða að hafa borist Safnahúsi Skagfirðinga Faxatorgi 55, Sauðárkróki í síðasta lagi á miðnætti 23. apríl nk.

Nauðsynlegt er að vísurnar séu merktar dulnefni, en rétt nafn og símanúmer fylgi með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Einnig er hægt að senda vísur og botna á netfangið bokasafn@skagafjordur.is verður þá viðkomandi gefið dulnefni, ef það fylgir ekki með, áður en vísurnar fara til dómnefndar. Úrslit verða tilkynnt við setningu Sæluviku Skagfirðinga, Safnahúsinu á Sauðárkróki 28. apríl.

   Stjórnvaldanna þrenning þrá,
   þreyir ennþá völdin.

   Ríkisstjórnin stendur keik
   þó stöðugt fylgi tapi.

   Hugarfjötrar hörfa brátt,
   hingað lötrar vorið.

   Haltur lúinn heldur sljór
   höktir út á lífið.

Umsjónarmanni þykir mjög freistandi að vísnasmiðir greini framboð og eftirspurn í komandi forsetakosningum og gefi okkur innsýn í framtíðina, hver á sinn hátt, með vísu.

Sjá nánar >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir