Fæðslufundur um erfðamengi krabbameina

Sigurgeir Ólafsson. Mynd af netinu.
Sigurgeir Ólafsson. Mynd af netinu.

Krabbameinsfélag Skagafjarðar stendur fyrir fræðslufundi um erfðamengi krabbameina á Löngumýri þann 9. janúar kl 19:30. Fyrirlesari verður Sigurgeir Ólafsson frá Kálfsstöðum í Hjaltadal, doktorsnemi í sameindalíffræði.

Samkvæmt tilkynningu frá Krabbameinsfélagi Skagafjarðar mun Sigurgeir meðal annars fjalla um BRCA2 stökkbreytingar og hvernig hægt væri að forgangsraða fólki inn í skimanir með því að gefa því áhættuskor byggt á erfðum og hvernig áhættuþættir eins og reykingar og sólbekkir valda mismunandi gerðum stökkbreytinga.

Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Boðið verður uppá kaffi og kleinur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir