Fagna breyttri afstöðu dómstólaráðs

Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagafjarðar hefur sent frá sér ályktun þess efnis að þeir fagni fréttum á breyttri afstöðu dómstólaráðs og að aðstaða og starfskraftar hérðasdómstóla á landsbyggðinni verði betur nýttir.

Fram kemur á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar að dómstólaráð hafi verið að beita sér fyrir niðurskurði og niðurlagningu héraðsdómstóla á landsbyggðinni og tilflutningi starfa og verkefna til höfuðborgarsvæðisins en hefur nú breytt afstöðu sinni. Nefndin leggur áherslu á að ekki sé um tímabundna ráðstöfun að ræða heldur verði horft til framtíðar í þeim efnum og hvetur hún innan ríkisráðherra að fylgja því eftir. Með þessu megi spara umtalsverða fjármuni úr vösum skattgreiðenda og um leið styrkja umgjörð dómkerfisins og auka skilvirkni dómstóla í landinu.

Fleiri fréttir