Fer að snjóa með kvöldinu
Spáin fyrir okkar svæði gerir ráð fyrir hægviðri og léttskýjuðu, en norðaustan 8-13 m/s og él seinni partinn og fer að snjóa með kvöldinu. Norðaustan 13-18 og slydda á morgun. Hiti kringum frostmark.
Það er því hætta á að launhált verði á götum og þjóðvegum og því um að gera að hafa varan á.