Fjölbrautaskólanemar á fjalli tinda

Sagt er frá því á vef Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að síðastliðinn föstudag héldu 22 nemendur í útivistarhópi skólans á Tindastól undir stjórn Árna Stefánssonar  íþróttakennara. Veðrið var frábært og sóttist ferðin vel. 

Það komust allir á leiðarenda og höfðu gaman af göngunni og ekki skemmdi það fyrir göngugörpunum að haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta í fjallinu. Eins og sést á meðfylgjandi mynd, sem fengin er af vef FNV, var útsýnið yfir Skagafjörðinn hið besta.

Fínar myndir fylgja umfjöllun um gönguna á vef skólans. Sjá hér >

Fleiri fréttir