Fótbolti fyrir 5 og 6 ára
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
04.06.2009
kl. 08.51
Vegna fjölda óska hefur stjórn Knattspyrnudeildar Tindastóls ákveðið að fara af stað með æfingar fyrir börn fædd 2003 og 2004.
Æfingar verða tvisvar í viku, þriðjudaga og fimmtudaga kl: 15:00 til 16:00.
Þjálfari verður Sigmundur Birgir Skúlason sími 865-0804.
Fyrsta æfing verður fimmtudaginn 11 júní.
Stjórnin.
Fleiri fréttir
-
Hólahátíð tókst einstaklega vel
Um liðna helgi fór fram hin árlega Hólahátíð. Að þessu sinni hófst hátíðin á laugardaginn með Hólahátíð barnanna sem að mestu leyti fór fram utan dyra og fór hún vel fram við leik og söng í einstakri veðurblíðu. Að sögn sr. Gísla Gunnarssonar Vígslubiskups sem hafði veg og vanda að hátíðinni ásamt auðvitað mörgum fleiri, einkenndi ljúf og góð stemning þessa daga og sagði hann í spjalli við Feyki að honum hefði orðið á orði að heilagur andi hefði greinilega gert sér ferð í Hóla.Meira -
Ævisaga Guðrúnar frá Lundi á 80 ára útgáfuafmæli Dalalífs
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning 21.08.2025 kl. 16.35 oli@feykir.isÆvisaga skáldkonunnar Guðrúnar frá Lundi, rituð af þeim Kristínu Sigurrós Einarsdóttur og Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur, verður gefin út hjá bókaforlaginu Tindi á næsta ári. Þá verða liðin áttatíu ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalaífs, sem enn er meðal mest lesnu bóka landsins, kom út.Meira -
Fjögur ár síðan Atli Dagur stóð síðast í markinu
Feykir sagði í morgun frá góðum sigri Tindastóls á liði Fjallabyggðar í leik á Ólafsfirði í gærkvöldi. Aðalmarkvörður Stólanna, Nikola Stoisacljevic, var í banni í leiknum eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið gegn Magna á dögunum. Það þurfti því að kalla til Atla Dag Stefánsson sem var nýfluttur suður og farinn að starfa sem tónmenntakennari við Salaskóla í Kópavogi.Meira -
Rafmagn fór af mestöllum Skagafirði
Rafmagnið fór af mestum hluta Skagafjarðar klukkan tvær mínútur yfir tvö í dag. Í tilkynningu frá Rarik kom fram að rafmagnsleysiðhafi verið rakið til útleysinga hjá Landsneti á Rangárvallalínu 1. Rafmagnið var komið á að nýju um kl. 15 og stóð því yfir í tæpan klukkutíma.Meira -
Ekki fundust eldixlaxar í Miðfjarðará og Vatnsdalsá
feykir.is Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Lokað efni 21.08.2025 kl. 13.43 oli@feykir.isNorskir kafarar, sem komu til landsins í fyrradag til að leita uppi og fjarlægja eldislax úr ám, voru mættir í Hrútafjarðará, Miðfjarðará og Vatnsdalsá í gær. Í frétt á Húnahorninu segir að fjöldi manns hafi fylgst með athöfnum þeirra en enga eldislaxa fundu þeir í Miðfjarðará eða Vatnsdalsá en í Hrútafjarðará skutu þeir með skjótbyssum sínum fjóra meinta eldislaxa.Meira