Fyrsti fundur í plast og trefjanámsverkefni

Unnið er af krafti við að koma plast og trefjanámsverkefni sem nýlega fór af stað í FNV á laggirnar og eru nú staddir á Sauðárkróki fulltrúar samstarfsskólanna frá Danmörku og Finnlandi. Þeim finnst verkefnið spennandi ekki síður en þeim íslensku.

 

-Við erum nú á fyrsta fundi við að undirbúa tveggja ára ferðalag þar sem við ætlum að koma á fót námi í plastiðnum á Íslandi, segir Þorkell V. Þorsteinsson verkefnisstjóri. Hann segir að grunnurinn að verkefninu sé styrkur sem fékkst til verksins frá menntaáætlun Evrópusambandsins (Leonardo) sem nemur um 36 milljónum íslenskra króna.

Verkefnið snýst um að búa til námsskrár og útbúa aðstöðu hjá FNV til að hægt verði að kenna þessa nýju iðn hér á landi en töluverð vinna er framundan við að þróa og aðlaga námið fyrir íslenskar aðstæður, en það verður gert í samráði við starfandi fyrirtæki í plastsmíði á Íslandi.

Nánar um verkefnið er hægt að nálgast HÉR

Fleiri fréttir