Fyrsti opni íbúafundurinn um fjárhagsáætlun Sv. Skagafjarðar í kvöld

Í kvöld verður fyrsti fundur í röð opinna íbúafunda í Sveitarfélaginu Skagafirði þar sem tekin verður fyrir fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020. Einnig verður fjallað um hugmyndir íbúa um áhersluatriði þeirrar í þjónustu, framkvæmdum og ábyrgri fjarmálastefnu.

Fundurinn í kvöld verður haldinn í Menningarhúsinu í Varmahlíð og hefst klukkan 20. Á miðvikudaginn verður fundur á KK Restaurant á Sauðárkróki og hefst klukkan 17.
Þriðjudaginn 26. nóvember verður þriðji fundurinn haldinn í Höfðaborg á Hofsósi  klukkan 20 og tveir þeir síðustu þann 28. nóvember í Undir Byrðunni á Hólum klukkan 17 og á Ketilási í Fljótum klukkan 20.

Íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar eru hvattir til þess að mæta á íbúafundina, koma með hugmyndir og taka þannig þátt í að móta framtíðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir