Heimsendingar frá Skagfirðingabúð

Skagfirðingabúð á Sauðárkróki og Almannavarnir á Norðurlandi vestra vilja benda fólki á, vegna Covid 19, að hafa nokkur tilmæli að leiðarljósi þegar versla þarf inn til heimilisins. M.a. er bent á að aðeins einn komi frá hverju heimili til að versla og vera með tilbúinn innkaupalista til að innkaupin gangi hraðar fyrir sig.

Fólk er beðið um að koma ekki í verslunina að nauðsynjalausu s.s. með því hugarfari að hitta mann og annan og virða fjarlægðarreglur milli óskyldra aðila, þ.e. hafa a.m.k. tvo metra í næsta mann. Þá er tilvalið að versla meira inn í einu svo fækka megi ferðum í búðina og nýta afgreiðslutíma eins vel og hægt er.

Heimsendingar á matvöru frá Skagfirðingabúð munu framvegis verða á þriðjudögum og fimmtudögum og munu pantanir sem berast á mánudögum og miðvikudögum verða afgreiddar þá daga. Gjaldtaka fyrir hverja heimsendingu er kr. 1.500 þegar verslað er fyrir kr. 0-15.000.-  en frítt ef verslað er fyrir kr. 15.000,- eða meira og eru viðskiptavinir vinsamlega beðnir um að ganga frá greiðslu um leið og pantað er ef það er möguleiki.

Þá hefur verið ákveðið að engin þjónusta verði í sérvörudeildum Skagfirðingabúðar þar til annað verður tilkynnt. Viðskiptavinir eru beðnir um að greiða fyrir vörur í versluninni með kortum en ekki peningum sé það möguleiki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir