Heitavatnsleysi í Blönduhlíð í dag
feykir.is
Skagafjörður
20.01.2020
kl. 09.11
Í dag frá klukkan tíu má búast við heitavatnsleysi og truflunum á rennsli í Blönduhlíð í Skagafirði vegna viðgerða í Dælustöð við Syðstu-Grund. Samkvæmt tilkynnigu frá Skagafjarðarveitum er um að ræða afleiðingar óveðursins í desember. Búist er við að viðgerðin muni standa fram eftir degi og beðist er velvirðingar á truflunum sem þetta kann að valda.
Fleiri fréttir
-
Bókasöfn án framtíðar | Kristín S. Einarsdóttir skrifar
Í 43. tölublaði Feykis sl. miðvikudag birtist grein eftir fimmmenninga sem lýsa þar yfir vonbrigðum sínum með að ekki skuli gert ráð fyrir tónlistarsal og tónlistarkennslu í nýju Menningarhúsi sem áformað er að byggt verði við Safnahús Skagfirðinga við Faxatorg. Síðan hafa fleiri komið fram á ritvöllinn af sama tilefni. Á því hef ég ákveðinn skilning og ber mikla virðingu fyrir framlagi greinarritara og alls tónlistarfólks til skagfirskrar menningar. Jafnvel þótt mér sé sjálfri frámunað að halda lagi eða leika á hljóðfæri hef ég ánægju af tónlist og fer oft á tónleika. Hins vegar olli mér vonbrigðum að þeir fimmmenningarnir skyldu nota tækifærið til að kveða upp hálfgerðan dauðadóm yfir starfsemi bókasafna.Meira -
Ágætt veður í kortunum en snjóar eitthvað í nótt
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 16.11.2025 kl. 16.16 oli@feykir.isEkki er annað að sjá í veðurspám en það verði áframhald á tiltölulega stilltu og tíðindalitlu vetrarveðri út vikuna. Þó er gert ráð fyrir snjókomu eða slyddu aðfaranótt mánudags en rigningarskúrum eða slyddu fram eftir morgni. Vindur alla jafna hægur en á fimmtudag hlýnar og má reikna með rigningarveðri á fimmtudag og föstudag.Meira -
Ásgeir Trausti lofar nokkrum jólalögum á sínum tónleikum
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Listir og menning, Lokað efni 16.11.2025 kl. 15.55 oli@feykir.isÞað styttist í jólin en í dag er hálfur mánuðu í að aðventan hefjist. Fólk deilir nú um hvort leyfilegt sé að hefja spilun.á jólalögum. Og fyrst minnst er á jólalög þá styttist að sjálfsögðu í alls konar jólateónleika. Jólin heima, þar sem ungt og frábært skagfirskt tónlistarfólk treður upp með glæsilega dagskrá í Miðgarði verða með eina tónleika en í tilkynningu á Facebook-síðu tónleikanna segir að fella hafi þurft niður aukatónleikana, sem bætt hafði verið við, af óviðráðanlegum orsökum.Meira -
„Það væri frekar dapurt líf ef ekki væri tónlist og söngur“ | KOLBRÚN GRÉTARS
Það er Kolbrún Erla Grétarsdóttir á Úlfsstöðum í Blönduhlíð sem svarar Tón-lystinni að þessu sinni. Hún segist vera af hinum óstýriláta 1975 árgangi, „... sennilega eftirminnilegasti árgangur Varmahlíðarskóla þó ég segi sjálf frá. Kolbrún er dóttir Grétars Geirssonar frá Brekkukoti og Jónínu Hjaltadóttur frá Ytra-Garðshorni í Svarfaðardal. „Alin upp á Hólum í Hjaltadal – í dalnum sem Guð skapaði,“ bætir hún við.Meira -
Taiwo brilleraði gegn Þórsurum
Lið Tindastóls og Þórs frá Þorlákshöfn mættust í Síkinu í gærkvöldi í sjöundu umferð Bónus deildarinnar í körfubolta. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik og var þá meðal annars sex sinnum jafnt. Taiwo Badmus hrökk hins vegar í gírinn í þriðja leikhluta, gerði þá 20 stig og bjó til ágætt forskot ásamt félögum sínum sem gestirnir náðu ekki að brúa. Lokatölur 96-82.Meira
