Héraðsbókasafn Skagfirðinga fagnar afmæli Línu Langsokk
feykir.is
Skagafjörður
03.12.2025
kl. 14.00
Lína Langsokkur í lestrarstund fimmtudaginn 4. desember kl. 16:30 í Safnahúsinu á Sauðárkróki.
Í tilefni af því að 80 ár eru liðin síðan fyrsta bók Astrid Lindgren um Línu Langsokk kom út, verður afmælinu fagnað. Lína Langsokkur kemur í heimsókn frá Leikfélagi Sauðárkróks.
Boðið verður upp á létt föndurverkefni tengt Línu og síðan verður hægt að horfa á mynd um Línu Langsokk.
Öll velkomin að koma og fanga afmælinu hennar Línu Langsokk.
