„Hlutir eiga að vera fallegir og gleðja augað“

Arkitektinn og Dýllarinn frá Sauðárkróki Áslaug S. Árnadóttir hefur búið í Árhúsum í Danmörku undanfarin 25 ár og vinnur nú að því að stofna sitt eigið fyrirtæki þar sem ber nafnið „Nebengesjæft“. Þar gefur hún teikningum sínum líf og notagildi með því að koma þeim yfir á alls kyns varning.   

„Ég hef alltaf teiknað dálítið og þeir eru ófáir fundirnir sem ég hef lifað af með því að sitja og teikna eitthvert rugl. Mér finnst skemmtilegt að teikna allskonar fígúrur og bestu teikningarnar eru þær sem sýna húmor. Á þessum síðustu og verstu tímum, þar sem allt er að verða vitlaust út um allan heim og lífið að verða svo flókið finnst mér að við verðum að muna að brosa og hlægja. Nóg er alvaran.“

image002Óskaplega gott að koma heim

„Það er nú svo merkilegt, að enda þótt ég hafi bara búið á Sauðárkróki í átta ár, þá er Krókurinn enn minn heimabær. Mér finnst alveg hreint óskaplega gott að koma heim og ég sakna bæjarins, fólksins míns og landslagsins á hverjum einasta degi. Börnin mín elska Sauðárkrók og álíta hann paradís á jörð – sem er auðvitað alveg rétt!“

Ítarlegt viðtal við Áslaugu má lesa í Feyki vikunnar.

Fleiri fréttir