Indverskar krásir

Hlynur Örn og Sigríður Heiða matgæðingar í tbl 28
Hlynur Örn og Sigríður Heiða matgæðingar í tbl 28

Matgæðingar í tbl 28 voru þau Hlynur Örn Sigmundsson og Sigríður Heiða Bjarkadóttir. Þau búa á Sauðárkróki ásamt börnum sínum, þeim Míu Björk og Stormi Atla. Hlynur starfar sem deildarstjóri í búsetuþjónustu hjá Sveitarfélaginu Skagafirði en Sigríður leggur stund á kennaranám. Hlynur og Sigríður fluttu frá Reykjavík á heimaslóðir Sigríðar á Sauðárkróki fyrir þremur árum síðan. Þau gefa lesendum spennandi uppskriftir frá inversku matarkvöldi sem þau héldu með matarklúbbnum sem þau eru í. 

UPPSKRIFT 1
Butter Chicken

Marinering:

800 g kjúklingabringa, skorin  í bita
½ bolli hrein jógúrt
1½ msk. hakkaður hvítlaukur
1 msk. hakkað engifer
2 tsk. garam masala
1 tsk. túrmerik
1 tsk. chili duft
1 tsk. salt

Aðferð:
Öllu hrært saman með kjúklingnum og látið marinerast í ísskáp yfir nótt.

Sósa:
3 msk. ólífuolía
1 msk. smjör
1 stór laukur, skorinn smátt
1 msk. hakkað engifer
1½ tsk. cumin
1½ tsk. garam masala
1 tsk. kóríander
1 dós/400 g af hökkuðum tómötum
1 tsk. chili duft
1¼ tsk. salt
1 bolli rjómi
1 msk. sykur
½ tsk. þurrkaður grikkjasmári

Aðferð:
Smjör sett í pottinn og laukur steiktur létt. Hvítlauknum og engiferinu bætt við og svo kryddunum þremur. Tómötunum, chili duftinu og salti bætt við. Leyfið sósunni að malla í u.þ.b. 15 mínútur.
Setjið sósuna í blandara og látið hann ganga þar til sósan er laus við kekki. Sósan sett aftur í pottinn og rjóma og sykri bætt við.
Kjúklingurinn eldaður í sósunni.

UPPSKRIFT 2
Naan brauð

7 g ger
2 tsk. sykur
300 g hveiti
½ tsk. lyftiduft
25 g bráðið smjör
150 ml AB mjólk
125 ml volgt vatn
½ tsk. salt

Aðferð:
Vatn, ger og 1 tsk. sykur sett í skál. Látið standa í 10 mín. Í annarri skál er blandað saman hveiti, 1 tsk sykri, salt og lyftidufti. Við gerblönduna er bætt AB mjólk og bráðnu smjöri. Hnoðið allt saman og látið svo hefast í klukkustund. Gerið u.þ.b. átta kúlur sem eru flattar út og steiktar á pönnu. Gott að pensla með hvítlaukssmjöri (smjör, hvítlaukur og kóríander) þegar tilbúið.

UPPSKRIFT 3
Onion pakoda

4 laukar
2 bollar hveiti EÐA kjúklingabauna hveiti
2-4 stk. grænt ferskt chili
2 msk. kóríander
1 tsk. garam masala
½ tsk. túrmerik
olía til steikingar
vatn
salt

Aðferð:
Laukur skorinn í þunnar sneiðar. Chili skorið í sneiðar og steinar fjarlægðir. Kóríander skorinn smátt. Öllu blandað saman. Vatni bætt við þar til úr verður þykkt deig. Hver biti af blöndunni er u.þ.b. msk. og djúpsteiktur þar til gullinbrúnt.
Gott að strá sjávarsalti yfir þegar þetta er tilbúið.

Þau skoruðu á Sunnu Gylfadóttur og Davíð Þór Helgason en þau voru matgæðingar vikunnar í nýjasta tbl Feykis(34)sem kom út á miðvikudaginn. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir