Jamie McDonough nýr þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastól

Jamie McDonough nýr þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastól
Jamie McDonough nýr þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastól

Englendingurinn Jamie McDonough hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Tindastóls. Þá mun Jamie einnig hafa yfirumsjón með æfingum 5.-7. flokks karla ásamt íslenskum þjálfurum og vera með Arnari Skúla Atlasyni í þjálfarateymi meistaraflokks karla. Í tilkynningu frá knattspyrnudeild Tindastóls segir að Jamie hafi síðastliðin ár starfað fyrir enska knattspyrnusambandið þar sem hann hefur kennt á þjálfaranámskeiðum. Sjálfur er hann menntaður kennari ásamt því að vera með UEFA A knattspyrnuþjálfaragráðu. Loks er hann með  diplómu í þjálfun barna og íþróttasálfræði.

Hjá enska knattspyrnusambandinu kenndi Jamie m.a. á þjálfaranámskeiðum, ásamt því að hafa kennt og þjálfað við barna- og unglingaakademíur á Englandi. „Stjórn knattspyrnudeildar Tindastóls bindur miklar vonir við að þarna sé kominn maður sem getur stjórnað þeirri uppbyggingu sem hafin er á yngri flokkum Tindastóls með nýlega fjárhagslega sjálfstæðu unglingaráði. Einnig verður mikilvægt fyrir meistaraflokk karla að fá að njóta þekkingar hans og krafta en Jamie verður í fullri vinnu hjá knattspyrnudeildinni. Við bjóðum Jamie velkominn til starfa en hann er væntanlegur á Sauðárkrók á morgun, laugardaginn 13. júlí og mun hefja störf þegar í stað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir