Keflvíkingarnir koma!

Það er leikdagur! Tindastóll og Keflavík mætast í þriðja leik liðanna í átta liða úrslitum í úrslitakeppni Bónus deildar karla í Síkinu í kvöld. Leikurinn hefst á slaginu sjö í kvöld en stemningin og upphitun er í þann mund að hefjast í partýtjaldinu góða þar sem Helgi Sæmundur kemur öllum í gírinn.
Það er Happy Hour á Sauðá nú milli fjögur og fimm, pizzahlaðborð á Kaffi Krók eftir leik og að sjálfsögðu verður Tindastólsbúðin galopin þar sem stuðningsmenn geta bætt á sig blómum.
Tindastóll hefur unnið fyrstu tvo leikina í einvíginu og eiga því mögileika á að tryggja sig inn í undanúrslitin í kvöld. Leikir liðanna hafa hingað til verið jafnir og spennandi og ekki á vísan að róa með úrslit. Það er í það minnsta næsta víst að Siggi Ingimundar og kapparnir hans munu leggja allt í sölurnar í kvöld. Sama á að sjálfsögðu við um Stólana okkar sem hafa örugglega lítinn áhuga á því að hleypa gestunum í partýið.
Allir í Síkið – áfrm Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.