KFÍ engin fyrirstaða og tvö stig í hús Stólarnir komnir í 7. sætið

Ísfirðingar í KFÍ og Tindastólsmenn mættust í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Leiknum seinkaði um klukkustund þar sem bæði dómurum og liði KFÍ seinkaði vegna slæms veður á leið þeirra á Sauðárkrók. Gestirnir mættu 10 til leiks og þar af tveir nýjir leikmenn þeir Richard McNutt og Marco Milicevic. Richard komst í byrjunarliðið ásamt Darco Milosevic, Nebojsa Knezevic, Carl Josey og Craig Schoen. Hjá heimamönnum voru það Rikki, Kiki, Hayward, Helgi Rafn og Sean sem hófu leik.

Liðin virkuðu smá ryðguð í byrjun leiks og Stólarnir skutu mikið fyrir utan og virtust nokkuð hræddir við stóru mennina hjá gestunum. KFÍ skoruðu fyrstu tvö stig leiksins, en það var reyndar í eina skiptið sem þeir höfðu forystu í leiknum. Stólarnir fóru að hitta betur og sækja meira inn í teig og sigu framúr. Tindastóll leiddi með 4 stigum eftir fyrsta leikhluta 21 – 17. Darco Milosevic var heitur í upphafi fyrir gestina, en það var sömuleiðis Friðrik Hreinsson fyrir heimamenn.

Stólarnir héldu áfram að auka smátt og smátt við muninn í öðrum leikhluta og náðu mest 16 stiga forskoti í stöðunni 40 – 24. Tilþrif leiksins komu í leikhlutanum þegar Helgi Rafn Tindastólsmaður stal tveimur boltum með 15 sekúnda millibili og tróð þeim báðum af krafti. Gestirnir náðu að rétta hlut sinn aðeins í lok hálfleiksins með því að skora átta síðustu stig hans og minnkuðu muninn í 8 stig. Staðan í leikhléi 40 – 32.

Heimamenn héldu svo þægilegu forskoti allan síðari hálfleik. Voru 15 stigum yfir eftir þriðja leikhluta, 61 – 46. Þeir sigldu síðan öruggum 14 stiga sigri í höfn, 85 – 71. Hayward Fain vaknaði til lífsins hjá Stólunum í síðari hálfleik og setti alls 19 stig í leiknum, tók 14 fráköst og sendi 6 stoðsendingar. Stigahæstur var hinsvegar Friðrik Hreinsson með 25 stig, þar af 5 þrista. Svavar, Kiki og Helgi Rafn skiluðu ágætis leik, en Sean lét lítið fara fyrir sér og var aðeins með 2 stig.

Hjá KFÍ var Darco Milosevic með 18 stig og þá kom Marco Milicevic, annar nýji maðurinn, nokkuð sterkur inn með 13 stig og 8 fráköst. Þá átti Carl Josey góðan leik með 14 stig.

Nýju mennirnir hjá KFÍ koma örugglega til með að styrkja liðið í næstu leikjum, en framundan er erfið barátta hjá liðinu miðað við frammistöðuna í kvöld. Heimamenn hafa verið betri en í þessum leik, en sigur er sigur og tvö stig bættust við í sarpinn. Tindastóll færði sig upp um eitt sæti með sigrinum, eru komnir í það sjöunda en gestirnir er enn neðstir.

Stigaskor Tindastóls: Rikki 25, Hayward 19, Kiki 13, Svavar 12, Helgi Rafn 9 (10 fráköst), Halli 3, Sean 2 og Helgi Freyr 2.

KFÍ: Darco 18, Carl 14, Marco 13, Craig 8, Richard 7, Nebosja 7 og Ari 4.

Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson og Georg Andersen og voru ekki í vandræðum með þetta segir á heimasíðu Tindastóls en í stúkunni voru áhorfendur á því að Georg Andersen hafi verið í töluverðum skrefavandræðum enda dansaði hann fyrst á réttunni í tíma og ótíma.

Þá hrækti leikmaður KFÍ á gólfið er afar leiðinleg framkoma sem ekki á að sjást í íslenskum körfubolta.

Fleiri fréttir