KK restaurant hlaut Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningu

Stefán Ingi Svansson, matreiðslumaður, og Tómas Árdal, eigandi KK restaurant, taka við viðurkenningu úr höndum Péturs Sæmundssonar, fulltrúa dómnefndar og frú Elizu Reid forsetafrúar. Aðsend mynd.
Stefán Ingi Svansson, matreiðslumaður, og Tómas Árdal, eigandi KK restaurant, taka við viðurkenningu úr höndum Péturs Sæmundssonar, fulltrúa dómnefndar og frú Elizu Reid forsetafrúar. Aðsend mynd.

Veitingastaðurinn KK restaurant (Kaffi Krókur) á Sauðárkróki fékk Icelandic Lamb Award of Excellence viðurkenningu sl. fimmtudag við hátíðlega athöfn, en það er markaðsstofan Icelandic Lamb sem Dómnefnd þótti það ánægjulegt að heiðra þetta metnaðarfulla veitingahús í miðju héraði lambakjötsframleiðslu á Íslandi og var því sérstaklega fagnað að hráefnin séu sótt heim í hérað og notkun upprunamerkinga á matseðli metnaðarfull.

Eliza Reid, forsetafrú, ávarpaði samkomuna og veitti viðurkenningarnar, sem í ár var skipt í þrjá flokka en með þeirri skiptingu var tryggt að flóra íslenskra veitingahúsa endurspeglist í hópi viðurkenningahafa. Flokkarnir þrír voru Sælkeraveitingastaðir (fine dining), Bistro og Götumatur (casual dining). Í ár sátu Sæmundur Kristjánsson, Guðbjörg Gissurardóttir og Pétur Snæbjörnsson í dómnefnd, en hún lagði mat á markaðs- og kynningarefni staðanna, þátttöku þeirra í samstarfsverkefninu, nálgun þeirra að lambakjöti, og hráefnaval.

Viðurkenningu í ár hlutu eftirfarandi staðir:
Sælkeraveitingastaðir
Geysir Hótel Restaurant
Hver Restaurant
Silfra Restaurant

Bistro
Heydalur
KK Restaurant
Mímir 

Götumatur
Fjárhúsið
Lamb Street Food
Le Kock 

Í skeyti Unu Hildardóttur, upplýsingafulltrúa Icelandic Lamb, fagnaði Eliza Reid, í ávarpi sínu,  þeim árangri sem náðst hefur í markaðssetningu á íslensku lambakjöti til ferðamanna með átaksverkefninu. Sagði hún hægt að draga þá ályktun að starf Icelandic Lamb og notkun samstarfsaðila á merki þess hafi skilað allt að 23% aukningu á neyslu ferðamanna á íslensku lambakjöti.  Hún minnti gesti sérstaklega á mikilvægi þess hlutverks sem veitingastaðir og matreiðslumenn spila þegar kynna á land og þjóð erlendis, „Matur er besta leiðin til þess að kynna fólki fyrir íslenskri hefð og menningu. Þegar ég er erlendis finnst mér alltaf gaman að tala um matarmenninguna hér og ekki síst íslenskt lambakjöt.“

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, veitti viðurkenningarnar ásamt frú Elizu Reid en hann þakkaði veitingamönnum sérstaklega fyrir þau mikilvægu störf sem þeir vinna við að kynna íslensk matvæli. Aðspurður sagði hann að nú sé lag og fullkomið tækifæri til þess að kynna nýjum markhópi fyrir okkar einstöku hráefnum og hefðum. Veitingastaðir þurfi að huga að rótum sínum og setja íslensk hráefni í forgrunn okkur öllum til hagsbóta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir