Kokkalandsliðið hlaut gull fyrir Chef´s table

Mynd af Ólympíuförunum fræknu. Kristinn Gísli er annar frá vinstri. Mynd: FB Kokkalanfsliðið.
Mynd af Ólympíuförunum fræknu. Kristinn Gísli er annar frá vinstri. Mynd: FB Kokkalanfsliðið.

Fyrr í dag kom í ljós að íslenska Kokkalandsliðið hefði hlotið gullverðlaun fyrir Chef´s table, eða forréttaborðið, sem fram fór í gær á Ólympíuleikunum sem haldnir eru í Stuttgart í Þýskalandi. Eins og Feykir.is greindi frá á fimmtudaginn er Skagfirðingurinn Kristinn Gísli Jónsson í liðinu.

Í gær, sem er fyrri keppnisdagur liðsins, var mikið unnið með íslenskt hráefni; hörpuskel, gæs, reykta ýsu, bleikju, Nordic wasabi, lamb og skyr og segir á Facebook-síðu hópsins að dagurinn hafi gengið mjög vel og allir einbeittir og glaðir í undirbúningi og service. Mest er hægt að fá 100 stig og hljóta þau lið gullverðlaun sem fá 91 til 100 stig, þannig að fleiri en ein þjóð geta því fengið gull. Fyrir 81 til 90 stig fæst silfur og svo þannig koll af kolli.

Á morgun 17. febrúar verður heita eldhúsið, eða 110 manna keyrslan og hefst maturinn kl. 18:00 á íslenskum tíma, en undirbúningur stendur yfir allan daginn. Heildarstigin verða svo kynnt síðar í vikunni.

HÉR er hægt að fylgjast með keppninni.

Stemningin var ósvikin í landsliðshópnum þegar úrslitin voru ljós eins og sjá má á myndbandi sem birt var á FB síðunni Kokkalandsliðið.

 

VIÐ VORUM RÉTT Í ÞESSU AÐ FÁ ÞÆR FRÉTTIR AÐ VIÐ FENGUM GULL FYRIR FRAMMISTÖÐU OKKAR Í GÆR!!!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir