Kona flutt suður eftir alvarlegt bílslys
Kona á sjötugsaldri var rétt í þessu flutt suður til Reykjavíkur með sjúkaflugi eftir að hafa lent í árekstri við strætisvagn á Sauðárkróki í dag. Konan er alvarlega slösuð en líðan hennar þó í jafnvægi að sögn vakthafandi læknis.
Ökumaður strætisvagnsins slapp ómeiddur en var boðinn áfallahjálp sem og hann þáði.
Að sögn lögreglu eru mjög erfiðar aðstæður á Strandveginum og mun hann sökum hárrar sjávarstöðu verða lokaður frá Hegrabraut og að Knarrastíg í kvöld og í nótt.
Mikill öldugangur er yfir veginn sem myndar stórhættulega ísingu sem að líkindum hefur orsakað slysið í dag. –Við erum að rannsaka slysið sem varð við mjög erfiðar aðstæður, sagði Pétur Björnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Sauðárkróki.