Kornskurður með seinna móti

Kornskurður í Skagafirði. Mynd: Áskell Þórisson

Kornskurður hefur gengið seint í haust í Skagafirði vegna óhagstæðs veðurfars. Búið er að þreskja um 400 hektara af rúmlega 500.

 

Kornskurður gengur hægt í haustbleytunni

Að sögn Einars Vals Valgarðssonar, er kornið ágætt en víða grænir akrar þar sem kornið er ekki nógu þurrt sem tefur fyrir þreskingunni. Veðráttan hefur verið í blautara lagi í haust og þá er allt stopp. Það vantaði fleiri sólardaga í ágúst, segir Einar Valur. Síðustu dagar hafa verið góðir og líklega um hundrað hektarar teknir frá því á föstudag. Nú þurfum við smá hláku til að geta klárað þar sem snjór er á ökrunum, segir Einar Valur.

Fleiri fréttir