Kosið á átta stöðum í Skagafirði
feykir.is
Skagafjörður
04.03.2011
kl. 07.56
Þjóðaratkvæðagreiðsla verður 9. apríl 2011 í framhaldi af ákvörðun forseta Íslands að synja staðfestingar á lögum um Icesave. Byggðaráð Skagafjarðar ákvað í gær að kosið verði á eftirtöldum stöðum í sveitarfélaginu: Steinsstöðum, Varmahlíð, Sauðárkróki, Heilbr.stofnuninni Sauðárkróki, á Skaga, að Hólum, Hofsósi og í Fljótum.
