Kostnaðargreina á lagningu parkets á íþróttahús
Félags- og tómstundanefnd hefur falið tæknideild Skagafjarðar í samvinnu við íþróttafulltrúa að vinna að kostnaðargreiningu á viðhaldi á gólfi í íþróttahúsinu á Sauðárkróki en körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur beðið um að parket verði lagt á gólfið svo liðinu verði heimilt að spila körfubolta í efstu deild að ári.
Dúkurinn í íþróttahúsi Sauðárkróks er 14 ára gamall og endingartími hans talinn 12-18 ár. Er því ljóst að skipta þarf um dúk innan fárra ára og telur nefndin því að hér sé um viðhaldsverkefnið að ræða. Óskar nefndin eftir því að kostnaðargreiningu verði lokið í mars.