KS-deildin hefst í kvöld

Meistaradeild Norðurlands býður upp á hestaveislu í kvöld er fyrsta mót KS deildarinnar hefst. Keppt verður í fjórgangi og munu þau James Bóas Faulkner og Sögn frá Lækjarmóti ríða á vaðið kl 20:00. Bein útsetning verður frá mótinu.

Ákveðið hefur verið að sýna beint frá mótinu með hjálp velviljaðra einstaklinga og hrossaræktarbúa en þeir eru:

  • -Sauðárkrókshestar.
  • -Hof Höfðaströnd.
  • -Hrossaræktarbúið og tamningarstöðin Þúfur.
  • -Hafsteinsstaðir.
  • -Vatnsleysa.
  • -Efri-Rauðilækur.
  • -Íbishóll
  • -Lækjamót.
  • -Hrossaræktarbúið og tamningarstöðin Tunguhálsi 2.
  • -Hrossaræktarbúið og tamningarstöðin Syðra-Skörðugili.
  • -Hrossaræktarbúið og Sæðingarstöðin Dýrfinnustöðum.
  • -stefanoxndal.is
  • -Flugumýri 2

Ráslistann er hægt að nálgast HÉR

Hægt er að horfa á keppnina á TindastóllTV

Fleiri fréttir