Leitað að verkefnastjóra
Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir verkefnastjóra í atvinnumálum í Skagafirði til að vinna að sérstökum verkefnum á sviði atvinnuþróunar í Skagafirði.
Verkefnastjóri mun vinna á grundvelli samkomulags sveitafélagsins og Skagafjarðarhraðlestarinnar, sem er félag atvinnulífs og einstaklinga sem vilja efla atvinnulíf og mannlíf í Skagafirði. Verkefnastjóri mun vinna undir stjórn sviðsstjóra Markaðs og þróunarsviðs Sveitarfélagsins og starfssöð verður á Sauðárkróki.