Liggur ókunnur sleði heima hjá þér?
Ungur drengur á Sauðárkróki skildi Stiga sleða sem hann er með í láni, eftir að tveir sleðar í hans eigu höfðu horfið, eftir í Raftahlíðinni sl. föstudag en þegar átti að vitja sleðans var hann horfinn.
Þeir sem kannast við að ókunnur sleði liggi heima hjá þeim eru beðnir að hafa samband við Feyki.is í netfangið Feykir@feykir.is .