Lögreglustöðin á Sauðárkróki opnuð aftur eftir endurbætur

Gunnar Örn lögreglustjóri og Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri Tengils við opnun lögreglustöðvarinnar. Myndir:SHV
Gunnar Örn lögreglustjóri og Gísli Sigurðsson framkvæmdastjóri Tengils við opnun lögreglustöðvarinnar. Myndir:SHV

Formleg opnun lögreglustöðvarinnar á Sauðárkróki eftir breytingar var í gær 16. júní að viðstöddum gestum. Unnið hefur verið að endurbótum að lögreglustöðinni í vetur og að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar yfirlögregluþjóns má segja að húsið hafi verið gert fokhelt og allt endurnýjað. Stöðin hefur öll fengið nýtt yfirbragð og skrifstofum og fundarherbergjum fjölgað.

Verkið var allt unnið af heimamönnum, s.s. Verkfræðistofunni Stoð, Trésmiðjunni Ýr, Tengli, Trésmiðjunni Borg ásamt minni verktökum.  Trésmiðjan Ýr hafði yfirumsjón með verkinu, en það voru fagurkerarnir Gunnar Örn Jónsson lögreglustjóri og Stefán Vagn sem lögðu línurnar að endurbótunum.

Blaðamaður Feykis kíkti við og smellti af nokkrum myndum. 

/SHV

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir