Mesti íbúafjöldi í Svf. Skagafirði síðan 2011

Samkvæmt uppfærðum tölum um íbúafjölda sveitarfélaga á Íslandi sem Þjóðskrá Íslands birti í dag eru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 4.053 talsins og hafa ekki verið fleiri síðan árið 2011.

„Niðurskurðurinn á opinberum störfum eftir hrun fór ansi illa með okkur en við erum á hægri en nokkuð jafnri uppleið aftur,“ segir Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Svf. Skagafjarðar. Íbúar í Skagafirði síðustu 12 árin voru flestir 4.131 árið 2010 en voru 4.110 ári síðar. Íbúafjöldi fór undir 4.000 árið 2014 en nú hefur loks orðið bragarbót þar á.

Hefur íbúum fjölgað um 15 frá áramótum eða um 0,4%. Sé litið til  1. desember 2018 voru íbúar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 3.990 talsins og hefur því íbúum sveitarfélagsins fjölgað um 63 á þessu tímabili.

Íbúum á Norðurlandi vestra fjölgaði um 13 á fyrstu þremur mánuðum ársins. en samkvæmt tölum Þjóðskrár var mesta fækkun íbúa á Norðurlandi eystra en þar fækkaði um 47 íbúa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir