Metþátttaka í vanur/óvanur móti GSS

Hluti keppenda mótsins. AÐSEND MYND.
Hluti keppenda mótsins. AÐSEND MYND.

Nýliðanámskeiði GSS lauk á hefðbundinn hátt með vanur/óvanur móti fimmtudaginn 2. júlí. Þátttakendur voru 48 talsins sem er metþátttaka í slíku móti. Áhuginn skein úr hverju andliti og óvanir kylfingar lærðu af þeim vönu.

Sigurvegarar í mótinu voru Guðný Sif Gunnarsdóttir og Björn Sigurðsson á 45 höggum. Að móti loknu var boðið upp á pizzu frá Hard Wok. Framkvæmd mótsins var í höndum nýliðanefndar GSS. Kennarar á nýliðanámskeiðinu voru Árný Lilja Árnadóttir og Atli Freyr Rafnsson. Þátttakendur námskeiðsins voru 38 talsins sem er met í 50 ára sögu klúbbsins.

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir