Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
Heimismenn sjálfir í aðalhlutverki
Karlakórinn Heimir heldur sína árlegu áramótatónleika í Miðgarði þann 28. desember næstkomandi. Af því tilefni hafði blaðamaður samband við Atla Gunnar Arnórsson formann kórsins, til þess að forvitnast um tónleikana og starfsemi kórsins í haust og vetur.Meira -
Jólamót Molduxa haldið enn og aftur
Jólamót Molduxa verður haldið samkvæmt venju annan dag jóla en mótið er í hugum margra ómissandi þáttur í jólahefð Skagfirðinga. Samkvæmt bestu vitund talnagleggstu Molduxa er þetta mót það 32. sem haldið er.Meira -
Síðasti Feykir ársins 2025 kominn úr prentun
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 17.12.2025 kl. 09.40 oli@feykir.isÞá er kominn út síðasti Feykir ársins 2025. Svokallað jólakveðjublað enda fullt af jólakveðjum og auglýsingum og sennilega hefur þetta síðasta blað fyrir jól aldrei verið stærra, heilar 36 síður. Að sjálfsögðu er blaðið stútfullt af áhugaverðum umfjöllunum og viðtölum. Blaðið fer í drefingu í dag en er þegar opið í rafrænni áskrift.Meira -
Nemendur Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu gleðja með tónum
Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga hefur að undanförnu haldið þrenna jólatónleika á Blönduósi og Skagaströnd. Í frétt á Húnahorninu góða segir að á þeim hafi komið fram hljóðfæranemendur, söngnemendur, skólalúðrasveitin og Jazz-band skólans.Meira -
Það hlaut að koma að því
feykir.is Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla 16.12.2025 kl. 13.24 gunnhildur@feykir.isEigum við að segja hlaut að koma að því? Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Strandir og Norðurland vestra vegna norðaustan hríðar. Tíðarfarið í Desember hefur nú hingað til verið einstakt en komandi viðvörun tekur gildi á hádegi á morgun 17.desember og rennur út snemma morguns 18. desember.Meira
