Hjörtur J. Guðmundsson
sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur
Mikilvægara en veiðigjöldin | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Aðsendar greinar, Vestur-Húnavatnssýsla
10.07.2025
kl. 08.52
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Valdaframsalsmálið snýst sem kunnugt er um frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar um bókun 35 við EES-samninginn. Verði frumvarpið samþykkt verður lögfest að regluverk frá Evrópusambandinu sem innleiða þarf vegna aðildar Íslands að EES-samningnum gangi framar innlendri löggjöf. Verði henni með öðrum orðum æðra. Mál sem virtir lögspekingar hafa varað við að fari gegn fullveldisákvæðum stjórnarskrárinnar.
Valdaframsalsmálið snýst þannig um valdið yfir íslenzkum málum. Málið er miklu stærra að sama skapi en Icesave-málið sem varðaði einnig mikla fjárhagslega hagsmuni en snerist engu að síður aðeins um eina lagagerð frá Evrópusambandinu, um innistæðutryggingar. Valdaframsalsmálið snýst hins vegar um forgang alls regluverks í gegnum EES-samninginn. Þar á meðal um innistæðutryggingar og sem haft getur mikil fjárhagsleg áhrif meðal annars fyrir sjávarútveginn.
Fleiri fréttir
-
„Heppin að erfa það frá mömmu að vera handfljót“
Örverpið frá Keldudal í Skagafirði þarf nú varla að kynna fyrir lesendum Feykis. Við kynnum hana nú samt, hún heitir Álfhildur Leifsdóttir og á börnin Halldóru, Sindra og Hreindísi Kötlu og að auki hund og ketti svona til að næra áfram sveitastelpuna sem var svo heppin að rata aftur heim í Skagafjörðinn eftir nám í borginni og býr nú á Sauðárkróki. Álfhildur starfar sem kennari við Árskóla og hefur fengið að prófa sig áfram þar með bæði tækni í kennslu og fjölbreyttar kennsluaðferðir. Í framhaldi af því hefur hún fengið að endurmennta aðra kennara bæði víða um land og erlendis sem hún segir virkilega skemmtilegt. Álfhildur situr einnig í sveitarstjórn og byggðarráði Skagafjarðar ásamt nokkrum öðrum nefndum. En á milli þessara verkefna, sem hún segist svo lánsöm að fá að sinna, grípur hún gjarnan í prjónana og það er prjónakonan Álfhildur sem Feykir hafði samband við og forvitnaðist um hvað hún væri með á prjónunum.Meira -
Gönguferð í garðinum II
Tindastólsmenn skelltu sér í Skógarselið í Breiðholti í gær þar sem Njarðvíkurbanarnir í ÍR biðu þeirra. Það er stutt á milli leikja hjá Stólunum sem þurfa að ströggla við að djöggla á tveimur vígstöðvum; í Bónus deildinni og Evrópudeildinni. Ekki virtist það vera að trufla okkar menn sem voru eins og nýopnuð ísköld Pepsi Max-dós, sprúðlandi fjögurgir og fullir af ómótstæðilegu gosi og ferskleika. Lokatölur voru 67-113 og næst skjótast strákarnir til Tékklands.Meira -
Hefur hannað föt frá 14 ára aldri
Á Sauðárkróki býr ungur fatahönnuður að nafni Jörundur Örvar Árnason sem hefur verið að hanna föt síðan 2020 þá aðeins 14 ára gamall. Hann hannar undir merkinu Undur.Meira -
Ekki bjartsýn en vongóð
Davíð Logi Jónsson er fæddur og uppalinn Blöndhlíðingur, sonur hjónanna í Réttarholti, Auðar og Jóns. Davíð er í dag bóndi á Egg í Hegranesi og giftur Emblu Dóru Björnsdóttur. Saman eiga þau dæturnar Auði Fanneyju sem er í 5. bekk í Árskóla og Guðrúnu Heklu sem er í 2. bekk. Davíð og Embla eru með um 60 mjólkandi kýr, nokkur hross og 40ha skóg. Að auki er Embla í hlutastarfi í Farskólanum á Sauðárkróki. Fyrst liggur beinast við að spyrja hvernig gengur í sveitinni.Meira -
Tók í sundur ónýtar tölvur í leikskólanum
Einn 23 ára gamall Skagfirðingur keppti fyrir Íslands hönd á EuroSkill þetta árið en það var Daniel Francisco Ferreira sem alinn er upp á Ytra-Vatni á Efribyggðinni í Lýtó, sonur Anítu Ómarsdóttur og Sigurðar Jóhannssonar. Að lokum Varmahlíðarskóla fór Daniel til Akureyrar í Verkmenntaskólann, kláraði sveinspróf í rafvirkjun og svo í rafeindavirkjun, þegar því var lokið tók hann stúdentsprófið. Eins og er býr Daniel hjá mömmu sinni í Reykjavík, þurfti aðeins að flýta flutningum suður vegna EuroSkills, en stefnan var alltaf að fara suður í áframhaldandi nám svo það var kannski ekki eftir neinu að bíða. Feykir tók tal af Daniel eftir að hann kom heim og tók stöðuna.Meira