Myndauppboð til styrktar Þuríði Hörpu
Á markaði sem haldinn var samhliða Hippaballi í Ketilási um helgina buðu systurnar Vilborg og Margrét og Áshildur Öfjörð frá Sólgörðum upp nokkrar myndir og rann ágóði myndanna um 84.000 krónur óskiptur til Þuríðar Hörpu Sigurðardóttur.
Þá gáfu Rebekka H. Halldórsdóttir-Ríkey Þ. Jóhannesdóttir, Bjarney Gunnarsdóttir og Kolbrún Tanja Chillak ágóða af sinni sölu 2211 krónur til söfnunarinnar.
Þuríður mun nú um helgina halda til Indlands í stofnfrumumerðferð en nánar er fjallað um ferð Þuríðar á síðu 6 í Feyki á fimmtudag.