Nemendur horfa til framtíðar
feykir.is
Skagafjörður
16.03.2011
kl. 08.02
10. bekkingar í Árskóla og foreldrar þeirra fengu í gærmorgun kynningu á námi að loknum grunnskóla frá Margréti Björk Arnardóttur, náms- og starfsráðgjafa skólans.
Hægt er að nálgast glærur fundarins á heimasíðu Árskóla. Stefnt er að kynningarferð um FNV í dag miðvikudag og eins á föstudaginn en þá munu nemendur fá kynningu á þeim möguleikum sem nám við FNV býður upp á.