Netkönnun: Hvar endar Ísland?
Íslenska handboltalandsliðið fer mikinn á HM í Svíþjóð þessa dagana. Liðið gerði sér lítið fyrir og vann fyrstu fimm leiki sína á mótinu með glæsibrag og virðist til alls líklegt, með fjegur falleg stig í milliriðli áður en keppni í honum er hafin. Það er því ekki seinna vænna en að kasta í hvelli á netið könnun varðandi væntingarnar um framhaldið.
Í milliriðli mæta Íslendingar fyrst Þjóðverjum, síðan Spánverjum og loks margföldum meisturum Frakka. Allt eru þetta risaþjóðir á handboltalegum mælikvarða og kálið ekki sopið þótt í ausuna sé komið eins og við höfum svosem kynnst fyrr. Íslendingar eru hinsvegar búnir að koma sér þægilega fyrir á korti yfir stórþjóðir í handbolta og örugglega einhverjir tveir eða þrír sem hafa leyft sér að gæla við gullverðlaun í Svíþjóð.
Könnunin verður í gangi þar til nokkuð verður liðið á fyrri hálfleikinn gegn Spánverjum sem leikinn verður á mánudaginn og hefst kl. 15. Það er því um að gera að taka þátt í léttri könnun - það eru engin verðlaun en það er alltaf gaman að vera snjallastur.