Nýr ruslabíll tekinn í notkun hjá ÓK gámaþjónustu

Ómar Kjartansson, eigandi ÓK gámaþjónustu og Jón Guðni Karelsson , bílstjóri, við nýja bílinn. Mynd: PF.
Ómar Kjartansson, eigandi ÓK gámaþjónustu og Jón Guðni Karelsson , bílstjóri, við nýja bílinn. Mynd: PF.

ÓK gámaþjónusta, sem séð hefur um sorphirðu í Skagafirði síðan 1988, tók á dögunum nýjan bíl í notkun sem leysir af hólmi 16 ára gamlan bíl sem þjónað hefur hlutverki sínu með sóma frá árinu 2006.

Að sögn Ómars Kjartanssonar, eigenda fyrirtækisins, er nýi bíllinn Volvo, átta hjóla trukkur með 21m3 NMT sorppressukassa og nákvæmri innbyggðri vigt, en sá gamli, sem einnig er af Volvo gerð er sex hjóla og kassinn 17m3. Ómar segir gamla bílinn hafa staðið sig vel, aldrei bilað en alls er hann kominn í 23 þúsund vinnustundir sem jafngildir 1200 þúsund km akstur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir