Nýtt skipulag Byggðasafns Skagafjarðar

Frá og með áramótum starfar Byggðasafn Skagafjarðar eftir nýju skipulagi því framvegis skiptist það í Rekstrarsvið og Rannsókna- og miðlunarsvið. Meginmarkmið safnsins verður sem fyrr að rannsaka og varðveita menningar- og minjaarf Skagfirðinga, koma honum á framfæri og nýta sem tæki til fræðslu, rannsókna, varðveislu menningarerfða og menningarferðaþjónustu.

Rekstrasvið fer með almennan rekstur og umsýslu, húsnæði, starfsmannahald, markaðssetningu og kynningar, gestamóttöku, safnbúð og skipulag viðburða. Starfsmenn rekstrarsviðs sjá um samskipti við ferðamenn, fyrirtæki, skipulag viðburða, verkstýringu starfsmanna við gæslu og gestamóttöku, daglega þjónustu og auglýsingar.

Rannsókna- og miðlunarsvið sér um skráningu, rannsóknir, sýningar­, útgáfu, varðveislu, heimasíðu og aðra miðlun. Megin markmið Rannsóknar- og miðlunarsviðs er að efla þekkingu á minjaumhverfinu og standa fyrir þróunar- og rannsóknarverkefnum út af fyrir sig og í samvinnu við aðra. Fornleifadeild er á Rannsókna- og þróunarsviði.

Starfsmenn Rannsókna- og miðlunarsviðs vinna að sýningum og annarri miðlun í samráði við starfsmenn Rekstrarsviðs og safnstjóra. Deildarstjórar, forsvarsmenn/verkefnisstjórar sérverkefna, starfsmenn og safnstjóri mynda starfshópa sem vinna að úrlausnum hugmynda og verkefna og styrkumsóknum, og móta aðferðir við rannsóknir og úrvinnslu, í samræmi við þekkingu og forgangsröðun verkefna. Verkefnin taka alltaf mið af því að safnið er ekki rekið í hagnaðarskyni.

Fleiri fréttir