Óperuklúbbur í Húsi Frítímans
Óperuklúbbur hefur verið stofnaður í Skagafirði og hefur hann félagsaðstöðu í Húsi Frítímans. Klúbburinn er opinn fyrir alla sem hafa áhuga á klassískum óperusöng. Klúbbfélagar hittast einu sinni í mánuði til að spjalla um óperur, horfa og/eða hlusta á valin verk.
Í kvöld á milli 20:00 og 22:30 verður horft á DVD um Maríu Callas, eina helstu óperudívu tuttugustu aldarinnar.